Trump skiptir um kosningastjóra

Brad Parscale hefur látið af starfi sínu sem kosningastjóri Trump …
Brad Parscale hefur látið af starfi sínu sem kosningastjóri Trump en verður áfram hluti af teymi forsetans. AFP

Donald Trump hefur skipt um kosningastjóra, sem hann vonar að tryggi sér endurkjör í embætti forseta Bandaríkjanna.

Brad Parscale, sem gegnt hefur starfi kosningastjóra en hefur samkvæmt frétt BBC verið kennt um dræma mætingu á fjöldafund forsetans í Oklahoma í síðasta mánuði, hefur þannig verið skipt út fyrir Bill Stepien.

Trump á harða kosningabaráttu fyrir höndum, en samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mun andstæðingur hans úr Demókrataflokknum, Joe Biden, fara með sigur í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember.

Parscale mun enn vera hluti af kosningateymi Trump, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsetanum vegna málsins.

mbl.is