Kviknaði í dómkirkju í Nantes

Slökkviliðsmenn að störfum í Nantes í morgun.
Slökkviliðsmenn að störfum í Nantes í morgun. AFP

Slökkviliðsmenn telja sig hafa náð tökum á eldi sem kviknaði í dómkirkjunni í frönsku borginni Nantes í morgun. Óskað var eftir aðstoð slökkvilið um klukkan sex í morgun að íslenskum tíma en talið er að kveikt hafi verið í kirkjunni.

Bygging kirkjunnar hófst á fimmtándu öld en lauk ekki fyrr en um aldamótin 1900. Hún hefur tvívegis áður orðið fyrir skemmdum í eldsvoða.

Slökkviliðsmenn segja skemmdirnar sem urðu á kirkjunni alls ekki jafn miklar og þær sem urðu á Notre-Dame dómkirkjunni í París, sem fór illa út úr eldsvoða í fyrra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert