Aflýsir flokksþingi Repúblikanaflokksins

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aflýst flokksþingi Repúblikanaflokksins, sem fyrirhugað var að fram færi í Flórída í ágúst.

„Það er ekki rétti tíminn fyrir hana,“ sagði forsetinn og bætti við að hann myndi þó samt sem áður halda ræðu, aðeins með öðrum hætti. 

Einhverjir fulltrúar flokksins á landvísu munu enda enn koma saman í Charlotte í Norður-Karólínu, þar sem í upphafi átti að halda flokksþingið.

Trump hafði hins vegar síðan tekið þá ákvörðun að færa hana til Flórída, vegna sóttvarnaráðstafana sem gripið var til í Norður-Karólínu.

Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun verður forsetinn nú formlega tilnefndur, sem frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum, 24. ágúst í Charlotte-borg.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP
mbl.is