Neitar Skotum um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað ákalli um að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjáfstæði Skotlands, þrátt fyrir aukinn stuðning við sjálfstæði meðal Skota.

Johnson er á ferðalagi um Skotland, þar sem markmiðið er að auka stuðning við konungsríkið og i gær var hann í Orkneyjum. „Konungsríkið er ótrúlega sterk stofnun. Það hefur hjálpað okkur í blíðu og stríðu,“ sagði Johnson. „Það sem fólk vill virkilega er að allt landið okkar komi saman sterkara, og það ætlum við að gera.“

Þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin árið 2015, en þá höfnuðu 55% kjósenda sjálfstæði. Skoski þjóðarflokkurinn hafði áður lýst atkvæðagreiðslunni sem tækifæri sem gæfist aðeins einu sinni á kynslóð (e. once-in-a-generation vote).

Ágreiningur milli stjórnvalda í London og Edinborg um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og önnur málefni hefur þó orðið til þess að málið hefur ekki horfið úr umræðunni. Skoðanakannanir nú sýna að 54 prósent Skota styðja sjálfstæði. Þá nýtur Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, 60% stuðnings í embætti, en það er mun meiri stuðningur en Johnson nýtur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert