Tískurisar samsekir um vinnuþrælkun úígúra

Milljónum úígúra er haldið í fanga- og lærdómsbúðum í Xinjiang …
Milljónum úígúra er haldið í fanga- og lærdómsbúðum í Xinjiang í Kína. AFP

Mörg stærstu tískuvörumerkja heims eru samsek í tengslum við mannréttindabrot og nauðungarvinnu sem milljónir úígúr-múslima eru látnir inna af hendi í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta Kína.

Þessu halda fleiri en 180 alþjóðleg mannréttindasamtök fram, og segja bómul sem framleiddur er í búðum múslíma í Xingjiang rata í eina af hverjum fimm allra bómullarflíka sem framleiddar eru á heimsvísu.

84% alls bómuls í heiminum er framleiddur í Kína.
84% alls bómuls í heiminum er framleiddur í Kína. AFP

Athygli almennings víða um heim hefur verið vakin á mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda í garð úígúr-múslima í Xinjiang, þar sem milljónum þeirra er haldið í fanga- og lærdómsbúðum þar sem fjölskyldur eru aðskildar, þeir látnir sæta pyndingum og vinna nauðungarvinnu, auk þess sem nýjustu upplýsingar benda til þess að konur séu þar neyddar í ófrjósemisaðgerðir.

Þrátt fyrir þetta segja mannréttindasamtökin að mörg af fremstu tískuvörumerki heims haldi áfram að kaupa bómul og garn sem rekja má til vinnubúða kínverskra stjórnvalda. Í sameiginlegri yfirlýsingu samtakanna segir jafnframt að aðgerðir kínverskra stjórnvalda gegn úígúr-múslimum sé stærsta kyrrsetning minnihlutahóps síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Gap, Adidas og Calvin Klein

Kína er langstærsti framleiðandi bómuls á heimsvísu, en þar eru 84% alls bómuls framleidd, og stærstu tískuvörumerki heims reiða sig í miklu magni á bómul frá Xinjiang-héraði og segjast mannréttindasamtökin sannfærð um að bómul úr vinnubúðum úígúr-múslima finnist í fimmtu hverri bómullarflík á heimsvísu, en með yfirlýsingunni birta þau lista af tískufyrirtækjum sem þau segja kaupa bómul sem framleiddur er með þessum skelfilega hætti. Meðal fyrirtækjanna á listanum eru Gap, Adidas, Tommy Hilfiger og Calvin Klein.

Umfjöllun Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert