Hong Kong gerir ströngustu ráðstafanir til þessa

Lo So Shing-ströndin á Lamma-eyju Hong Kong.
Lo So Shing-ströndin á Lamma-eyju Hong Kong. AFP

Íbúar kínversku borgarinnar Hong Kong þurfa nú að nota grímur hvar sem þeir eru á almannafæri. Þetta fyrirskipuðu yfirvöld borgarinnar í dag, en aldrei áður hefur verið stigið jafn fast til jarðar hvað varðar sóttvarnaráðstafanir í borginni vegna kórónuveirunnar.

„Faraldursástandið í Hong Kong er ákaflega alvarlegt,“ sagði yfirráðherra borgarinnar, Matthew Cheung, við blaðamenn fyrr í dag þegar kynnt var um aðgerðirnar.

Í þeim felst einnig bann við samkomum fleiri en tveggja á almannafæri. Veitingastaðir mega þá heldur ekki selja fólki veitingar til að borða á sjálfum stöðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert