Loka á aðgang Donald Trumps yngri

Donald Trump yngri.
Donald Trump yngri. AFP

Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað fyrir aðgang Donald Trumps yngri í kjölfar tísts sem hann birti á miðlinum nú fyrir skömmu. Donald Trump yngri er líkt og nafnið gefur til kynna sonur Donald Trumps Bandaríkjaforseta. Verður aðgangur forsetasonarins lokaður í tólf klukkustundir. 

Búið er að eyða umræddu tísti en þar mátti finna myndband sem sýndi lækna mæla með lyfinu hýdroxíklórókín í baráttunni gegn kórónuveirunni. Skiptar skoðanir eru á því hvort lyfið virki gegn veirunni.

Telja forsvarsmenn Twitter að með þessu sé verið að villa um fyrir almenningi, en ritskoðun miðilsins hefur færst í aukana undanfarin misseri. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert