Bretar stíga á bremsuna

Boris Johnson forsætisráðherra.
Boris Johnson forsætisráðherra. AFP

Bretar ætla að ekki að aflétta takmörkunum í landinu næstu tvær vikurnar hið minnsta vegna fjölgunar tilfella kórónuveirunnar.

Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.

„Áætlun okkar um að opna samfélagið á nýjan leik og efnahaginn er háð ákveðnum skilyrðum […] að við hikum ekki við að stíga á bremsuna ef þörf er á,“ sagði hann.

„Mat okkar er að núna þurfum við að stíga á bremsuna.“

mbl.is