Fellibylurinn Isaias nálgast Flórída

Myndin sýnir Isaias yfir Dóminíska lýðveldinu.
Myndin sýnir Isaias yfir Dóminíska lýðveldinu. AFP

Hitabeltisstormurinn Isaias er nú orðinn fyrsta stigs fellibylur og nálgast Bahama-eyjar og Flórída-ríki í Bandaríkjunum samkvæmt því sem kemur fram hjá Veðurstofu Bandaríkjanna.

Isaias náði 130 km/klst. um klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma en veðurfræðingar eru ekki vissir um hversu öflugur hann verður þegar hann nær landi.

Mikil rigning fylgir fellibyl af þeim styrkleika sem Isaias hefur nú náð og tjón getur orðið á lausamunum en byggingar ættu að þola vindinn. Íbúum í Flórída hefur ekki verið gert að flytjast á brott.

Isaias fór yfir Karíbahaf í gær.
Isaias fór yfir Karíbahaf í gær. AFP
mbl.is