Fyrsta COVID-19-dauðsfallið í Víetnam

Heilbrigðisstarfsmenn taka blóðsýni í Víetnam.
Heilbrigðisstarfsmenn taka blóðsýni í Víetnam. AFP

Sjötugur karlmaður lést af völdum kórónuveirunnar í Víetnam í dag en um er að ræða fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í landinu.

Ríkismiðillinn í Víetnam greinir frá.

Alls hafa 509 tilfelli kórónuveiru greinst í landinu og af þeim hafa 369 náð fullum bata.

Stjórnvöld í landinu hafa töluverðar áhyggjur af smitum í landinu en þeim hefur fjölgað nokkuð ört síðustu daga.

mbl.is