Hafna hugmynd Trump um frestun forsetakosninga

Það virðist vera lítill áhugi fyrir frestun forsetakosninga í Bandaríkjunum.
Það virðist vera lítill áhugi fyrir frestun forsetakosninga í Bandaríkjunum. AFP

Hátt settir repúblikanar hafa alfarið hafnað þeirri hugmynd Donald Trump Bandaríkjaforseta að fresta forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem eiga að fara fram í nóvember. Trump heldur því fram að utankjörfundaratkvæði muni leiða til umfangsmikils kosningasvindls en það á ekki við rök að styðjast.

Mitch McConn­ell, leiðtogi re­públi­kana í öld­unga­deild Banda­ríkjaþings, og Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafa báðir vísað hugmyndinni á bug. BBC greinir frá.

Bandaríkjaforseti hefur ekki vald til að fresta forsetakosningunum þar sem um þær gilda alríkislög og því þyrfti þingið að koma sér saman um slíka frestun.

Mörg ríki í Bandaríkjunum vilja auka möguleika íbúa á að kjósa utan kjörfundar en Trump hefur ítrekað haldið því fram að það sé ávísun á kosningasvindl án þess þó að leggja fram sannanir máli sínu til stuðnings. Hann vill því fresta kosningum þangað til fólki sé óhætt að safnast saman á kjörstöðum með tilliti til kórónuveirunnar.

Trump hef­ur gengið illa í skoðana­könn­un­um und­an­farið en þar hef­ur demó­krat­inn Joe Biden haft tölu­vert for­skot á hann.

mbl.is