Brotlenti með hálft tonn kókaíns innanborðs

Lögregla í Ástralíu. Mynd úr safni.
Lögregla í Ástralíu. Mynd úr safni. AFP

Fimm meintir liðsmenn ástralsks glæpahóps hafa verið handteknir eftir að um hálft tonn af kókaíni fannst um borð í flugvél sem brotlenti stuttu eftir flugtak í Papúa Nýju-Gín­eu í síðustu viku. 

Ástralska alríkislögreglan heldur því fram að „græðgi leiki stórt hlutverk í aðgerðum glæpasamtakanna og getur ekki útilokað að magn kókaínsins um borð hafi haft áhrif á getu flugvélarinnar til að taka á loft“. 

Mennirnir fimm eru sagðir tilheyra glæpahópi með aðsetur í Melbourne sem hafi tengsl við skipulagða glæpastarfsemi á Ítalíu. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að leggja á ráðin um að flytja 500 kílógrömm af kókaíni að andvirði um 7,7 milljarða króna, auk annarra glæpa, segir í yfirlýsingu frá lögreglu. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert