Þingmaður handtekinn og sakaður um nauðgun

Frá breska þinghúsinu.
Frá breska þinghúsinu. AFP

Breskur þingmaður og fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins hefur verið handtekinn eftir að kona á þrítugsaldri sakaði hann um nauðgun. Þingmaðurinn var tekinn í hald lögreglu snemma í dag, laugardag, og var enn í haldi hennar síðdegis, samkvæmt heimildum Sunday Times.

Konan, sem mun áður hafa starfað í þinginu, sakar hann um ofbeldi í sambandi þeirra á síðasta ári. Segir hún þingmanninn hafa ráðist á hana, nauðgað henni og skilið hana eftir í slíku ástandi að hún hafi þurft að leita á sjúkrahús.

Lögreglan í Lundúnum hefur hafið rannsókn á málinu.

mbl.is