Tekið á fimleikaumhverfinu í Ástralíu

Fimleikaumhverfið í Ástralíu er nú til rannsóknar hjá Mannréttindanefnd landsins.
Fimleikaumhverfið í Ástralíu er nú til rannsóknar hjá Mannréttindanefnd landsins. AFP

Sjálfstæð úttekt á áströlsku fimleikaumhverfi var kynnt á fimmtudag, í ljósi vitundarvakningar um líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi í íþróttinni.

Mannréttindanefnd Ástralíu mun hefja rannsókn á menningu og umhverfi íþróttarinnar, að beiðni fimleikasambands Ástralíu.

„Á undanförnum vikum hefur íþróttafólk deilt sinni reynslu af fimleikum í Ástralíu,“ sagði Kitty Chiller, formaður fimleikasambandsins.

Ásakanir hafa í miklum mæli snúið að líkamsskömmum, vanrækslu, stjórnsemi og stéttaskiptingu. Rannsóknin kemur í kjölfar amerísku heimildamyndarinnar Athlete A, sem fjallar um rannsóknir á kynferðisbrotum Larrys Nassars, sem hlaut lífstíðardóm í fangelsi eftir að hafa misnotað yfir 250 íþróttamenn.

Mannréttindanefndin mun framleiða kennsluefni sem beint verður að núverandi og fyrrverandi íþróttamönnum og taka viðtöl við lykilfólk í greininni.

mbl.is