Bílvelta við Fjaðrárgljúfur

Ferðalangarnir voru amma og afi ásamt þremur barnabörnum.
Ferðalangarnir voru amma og afi ásamt þremur barnabörnum. mbl.is

Þýskir ferðamenn urðu fyrir því óláni að velta bíl sínum við Fjaðrárgljúfur á sjötta tímanum í dag. 

Svavar Þórisson gekk fram á fólkið nokkrum mínútum eftir óhappið, en í samtalið við mbl.is segir hann að fólkið hafi borið sig vel og verið ómeitt.

Ferðalangarnir voru amma og afi ásamt þremur barnabörnum en ökumaðurinn, afinn, fór aðeins út í vegkant sem varð til þess að bíllinn tók að hallast og fór hægt og rólega á hliðina, segir Svavar og bætir við:

„Þeim var nú ekki meira brugðið en svo að þau fengu sér bara snarl við bílinn á eftir á meðan þau biðu eftir lögreglunni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert