Geimfararnir lentir í Mexíkóflóa

Starfsmenn NASA horfa á einn þeirra báta sem sendir voru …
Starfsmenn NASA horfa á einn þeirra báta sem sendir voru út til að ná í geimfarana. AFP

Crew Dragon-geim­ferja SpaceX lenti í Mexíkóflóa síðdegis í dag að staðartíma, eftir að hafa flogið inn í lofthjúp jarðar og skotið út fallhlífum til að draga úr hraðanum á leið að yfirborðinu.

Flugstjórinn Doug Hurley, annar tveggja geimfara um borð, sagði: „Það er sannarlega okkar heiður og forréttindi,“ áður en útvarpssamskipti urðu örðug og lögðust af.

Lendingin var sú fyrsta í vatni fyrir bandarískar geimferjur síðan Apollo-Soyuz-geimferðin endaði á sama hátt árið 1975.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert