Dauðsföllin þrefalt fleiri en upplýst var um

Ekkert land í Mið-Austurlöndum hefur farið jafn illa út úr …
Ekkert land í Mið-Austurlöndum hefur farið jafn illa út úr kórónuveirufaraldrinum og Íran. AFP

Rannsókn hefur leitt í ljós að tæplega þrefalt fleiri hafi látist af völdum kórónuveirunnar í Íran en heilbrigðisráðuneytið þar í landi heldur fram. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Þar kemur fram að samkvæmt tölum ríkisstjórnarinnar höfðu tæplega 42 þúsund látist af völdum COVID-19 20. júlí en heilbrigðisyfirvöld segja töluna vera 14.405.

Jafnfram eru smitin nánast tvöfalt fleiri en tölur heilbrigðisráðuneytisins herma. Það er að 451.024 hafi smitast af COVID-19, ekki 278.827 líkt og heilbrigðisyfirvöld hafa haldið fram.

Það er hins vegar sama hvor talan er notuð – Íran er það land sem hefur orðið verst úti í Mið-Austurlöndum í kórónuveirufaraldrinum. Undanfarnar vikur hefur smitum fjölgað að nýju eftir að hafa legið í dvala í einhvern tíma. Fyrsta dauðsfallið tengt COVID-19 í Íran er skráð 22. janúar samkvæmt lista ríkisstjórnarinnar og lækna sem BBC hefur undir höndum. Það er tæplega mánuði áður en opinberlega var fyrst greint frá dauðsfalli af völdum COVID-19 af yfirvöldum í Íran.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert