John Hume er látinn

John Hume.
John Hume. AFP

Norðurírski stjórn­mála­maður­inn John Hume er látinn 83 að aldri. Hume hlaut friðar­verðlaun Nó­bels árið 1999 ásamt Dav­id Trimble, leiðtoga Ein­ing­ar­flokks Ul­sters, sem er helsti flokk­ur mót­mæl­enda á Norður-Írlandi. Hume var leiðtogi Jafnaðar- og verka­manna­flokks Norður-Írlands (SDLP), sem er flokk­ur hóf­samra kaþól­ikka. 

Fjölskylda Hume greinir frá andláti hans í tilkynningu til fjölmiðla í morgun. Þar kemur fram að hann hafi látist í nótt eftir skammvinn veikindi. 

Þessi mynd er tekin af John Hume 21. maí 1998 …
Þessi mynd er tekin af John Hume 21. maí 1998 er Hume kemur á morgunverðarfund með forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair og David Trimble. AFP

John Hume og Dav­id Trimble fengu friðar­verðlaun­um Nó­bels fyr­ir fram­lag sitt til friðar á Norður-Írlandi. 

Hume er fyrr­ver­andi kenn­ari og faðir hans gaf hon­um það heil­ræði að skipta sér aldrei af stjórn­mál­um. Hans afskipti af stjórnmálum hófust hins vegar árið 1968 og var Hume einn af stofnendum SDLP árið 1970. Hann varð formaður flokksins 1979 en lét af embættinu í nóvember 2001.

Í yf­ir­lýs­ingu Nóbelsverðlaunanefnd­ar­inn­ar á sínum tíma kom fram að John Hume hafi verið ein­arðast­ur norðurírskra stjórn­mála­manna í því verki að finna friðsam­lega lausn á mál­um Norður-Írlands.

Þar sagði jafnframt að Trimble hafi sýnt mikið póli­tískt hug­rekki þegar hann tók af skarið á viðkvæm­um tíma í friðarviðræðunum og beitti sér fyr­ir þeirri lausn sem náðist fram. Sem for­víg­ismaður norðurírsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi hann síðan tekið fyrstu skref­in í átt til þess að mynda það gagn­kvæma traust sem nauðsyn­legt sé til að tryggja megi var­an­leg­an frið.

mbl.is