Rannsaka meint svik Trumps og fyrirtækis hans

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Saksóknaraembættið á Manhattan í New York hefur gefið til kynna að það hafi verið að rannsaka Donald Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtæki hans vegna mögulegra banka- og tryggingasvika.

Þetta er umfangsmeiri rannsókn er saksóknararnir hafa hingað til viljað viðurkenna, að sögn New York Times.

Upplýsingarnar koma fram í dómsskjali þar sem vísað er í stefnu embættisins þar sem þess er krafist að Trump birti skattframtöl sín og fyrirtækisins frá síðustu átta árum.

Saksóknararnir segja ekki frá því í hvaða átt rannsóknin beinist helst en þó segja þeir að fréttir síðasta árs um viðskiptahætti forsetans sýni að stefna embættisins eigi sér lagalega stoð.

mbl.is