Hrikalegar fréttir – tala látinna hækkar

AFP

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hug Íslendinga hjá þeim sem eiga um sárt að binda í Líbanon í kjölfar tveggja sprenginga sem urðu í Beirút í dag. Alls eru 73 látin og mörg þúsund slösuðust.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín segir á Twitter-síðu sinni að fréttirnar frá Beirút séu hrikalegar.

Íslendingar finni til með þeim sem hafi misst ástvini og þeirra sem særðust. Hugur Íslendinga sé hjá líbönsku þjóðinni.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tekur í sama streng og Katrín á Twitter. Hann segir enn fremur að Íslendingar séu reiðubúnir að aðstoða við hjálparstarf í Líbanon.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er ekki vitað um Íslending á svæðinu og hefur enginn leitað til borgaraþjónustunnar.

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert