Saka Bandaríkin um einelti vegna TikTok

TikTok-vörumerkið.
TikTok-vörumerkið. AFP

Kínverjar saka Bandaríkin um einelti vegna smáforritsins TikTok eftir að forsetinn Donald Trump sagðist ætla að loka því í Bandaríkjunum ef þarlent fyrirtæki kaupir ekki TikTok fyrir miðjan september.

„Þetta gengur gegn öllum þeim prinsippum sem farið er eftir á markaði og prinsippum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um gegnsæi og að mismuna ekki öðrum,“ sagði Wang Wenbin, talsmaður utanríkisráðherra Kína. „Þetta er ekkert annað en einelti.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert