Vísa fólki frá yfirfullum sjúkrahúsum

Hermaður og almennur borgari halda á særðum manni í kjölfar …
Hermaður og almennur borgari halda á særðum manni í kjölfar sprenginganna í dag. AFP

Sjúkrahús í Beirút hafa neyðst til að vísa særðum frá vegna þess að þau eru yfirfull í kjölfar sprenginga sem urðu í borginni um miðjan daginn í dag. Að minnsta kosti 25 eru látin og á þriðja þúsund slösuð.

Yfirmaður Rauða krossins í Líbanon sagðist í samtali við þarlenda fjölmiðla telja að mörg hundruð hefðu slasast í sprengingunum. 

AFP

Líbanskir sjónarvottar hafa greint frá því í samtali við þarlenda fjölmiðla að tugir látinna væru á vettvangi.

Abbas Ibrahim, yfirmaður almannavarna í Líbanon, sagði líklegustu skýringuna á sprengingunum þá að eldur hafi borist í vöruskemmu þar sem sprengiefni sem gert hafði verið upptækt var geymt. Líklegast hafi verið um að ræða natríumnítrat.

Ibrahim bætti því enn fremur við að rannsókn á sprengingunum hæfist þegar í stað.

Fréttin hefur verið uppfærð.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert