Yfir 50 látnir í Beirút

Sjúrakhús í Beirút eru yfirfull.
Sjúrakhús í Beirút eru yfirfull. AFP

Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanons, óskaði í kvöld eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins en hafnarsvæðið í höfuðborginni Beirút er rústir einar eftir tvær sprengingar sem urðu þar síðdegis. Yfir 50 eru látnir og 2.500 slasaðir eftir sprengingarnar.

AFP

Sjúkrahús í Beirút eru yfirfull og hefur heilbrigðisráðherra landsins sagt að fólk geti búist við því að tala látinna hækki enn frekar.

Diab lét hafa eftir sér að þeir sem bæru ábyrgð á sprengingunum yrðu dregnir til ábyrgðar en lýst yfir verið yfir þjóðarsorg í Líbanon. 

Höggbylgja sem myndaðist vegna sprenginganna fannst á Kýpur en íbúar í höfuðborg eyjunnar, sem er í um 240 kílómetra fjarlægð frá Beirút, sögðu hús sín hafa skolfið líkt og um jarðskjálfta væri að ræða.

AFP
mbl.is