Isaias skilur eftir sig slóð eyðileggingar

Stormurinn skall á í gærkvöldi og hefur valdið miklu tjóni …
Stormurinn skall á í gærkvöldi og hefur valdið miklu tjóni og eru milljónir manna án rafmagns. AFP

Minnst sex eru látin af völdum hitabeltisstormsins Isaias sem nú geisar á norðausturströnd Bandaríkjanna og nálgast Kanada.

Stormurinn skall á í gærkvöldi og hefur valdið miklu tjóni og eru milljónir manna án rafmagns, meðal annars í New York.

Tvö létust þegar hvirfilbylur þeytti húsbíl þeirra, kona lést þegar flóð hrifsaði bíl hennar og þrír hafa látist vegna trjáa sem stormurinn hefur fellt.

Þrír hafa látist vegna trjáa sem stormurinn hefur fellt.
Þrír hafa látist vegna trjáa sem stormurinn hefur fellt. AFP
mbl.is