Minnst fjórir látnir eftir fellibylinn Isaias

Fellibylurinn Isaias gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna í gær
Fellibylurinn Isaias gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna í gær AFP

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Isaias gekk yfir norðausturhluta Bandaríkjanna í gær.

Tveir létust í hjólhýsabyggð í Norður-Karólínu eftir að hvirfilvindur, sem fellibylurinn leysti úr læðingi, gekk þar yfir. Rafmagnslaust er hjá tæplega þremur milljónum manna í ríkjum frá New York og suður til Norður-Karólínu. Reuters greinir frá.

Annað dauðsfall varð í Queens í New York-borg þegar tré féll á bíl manns. Eigandi bílsins sat undir stýri og lést samstundis.

Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, segir á Twitter-síðu sinni að hann hafi rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta og að sá síðarnefndi hafi heitið fé til björgunaraðgerða í fylkinu.

mbl.is