Veiran sækir í sig veðrið í Frakklandi

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri franska liðsins París SG, hefur hér dregið …
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri franska liðsins París SG, hefur hér dregið grímu niður fyrir munninn. Kórónuveiran virðist vera að ná sér aftur á strik í Frakklandi. AFP

Alls greindust 1.695 tilfelli kórónuveirusmita á Frakklandi undanfarin sólarhring. Þeim hefur ekki fjölgað jafn mikið á einum sólarhring síðan í lok maí.

Alls hafa 194.029 greinst með veiruna í Frakklandi.

Þrátt fyrir aukningu tilfella greindi heilbrigðisráðuneytið frá því að sjúklingum á gjörgæslu vegna veirunnar hefði fækkað um fjóra, í 384, eftir aukningu dagana þar á undan.

mbl.is