Á annað þúsund heimila gjöreyðilögð

AFP

Hið minnsta 10 hafa látist í flóðum vegna mikilla rigninga víða um Súdan. 

Um 1.800 heimili hafa gjöreyðilagst og um 1.500 heimili til viðbótar eru óíbúðarhæf vegna flóðanna. Þá hefur 21 skóli og trúarhús eyðilagst. 

Sameinuðu þjóðirnar sögðu í yfirlýsingu á miðvikudag að fleiri en 50.000 íbúar Súdans hefðu orðið fyrir áhrifum flóðanna.

mbl.is