Vara við flóðahættu í Norður-Kóreu

AFP

Gríðarleg rigning hefur valdið flóðum og aurskriðum í Norður-Kóreu og hafa yfirvöld þar í landi varað borgara við áframhaldandi vatnavöxtum. Sextán hafa látist í miklum flóðum í Suður-Kóreu. 

Norður-Kórea er sérstaklega berskjölduð gagnvart miklum rigningum þar sem fjöldi fjalla og hæða í landinu hefur lengi verið gróðurlaus og vatn rennur óhindrað. Yfirvöld segja að Hwanghae-hérað, sem er mikilvægt landbúnaðarsvæði, hafi komið verst út úr rigningunni. 

Í Suður-Kóreu er 11 saknað og 1.600 hafa þurft að flýja heimili sín ásamt því að 16 hafa látist á síðustu dögum. Yfirvöld í norðrinu hafa ekki sagt til um nein dauðsföll þar í landi, en samkvæmt Sameinuðu þjóðunum létust hið minnsta 138 í miklum flóðum vegna rigningar árið 2016 og fleiri en 160 létust árið 2012. 

AFP
AFP
mbl.is