Flugvél með 200 farþega rann út af braut

Kort/Bing

Flugvél Air India Express flugfélagsins, með tæplega 200 farþega um borð, rann út af flugbraut í lendingu á Karipur flugvellinum í Kerala héraðinu. Samkvæmt myndum af vettvangi er vélin mikið skemmd. Ekki er vitað um ástand farþega sem voru um borð að svo stöddu.

Uppfært: Samkvæmt indverskum miðlum voru 191 um borð, 172 farþegar auk áhafnar. Slysið varð í úrhellis rigningu. Á myndum sem hafa birst á samfélagsmiðlum má sjá vélina í tveimur hlutum og brot úr henni í kring. Vélin var að koma frá Dubai.mbl.is