Metfjöldi smita í Færeyjum

Staðan í Færeyjum er sögð alvarleg.
Staðan í Færeyjum er sögð alvarleg. mbl.is/Sigurður Bogi

38 tilfelli kórónuveirunnar voru staðfest í Færeyjum í gær eftir að 900 sýni voru tekin í fyrradag. Niðurstöðu er enn beðið vegna um þriðjungs sýnanna og er því líklegt að talan hækki enn frekar. 

Hingað til hafa um 400 manns verið sendir í sóttkví vegna smitanna og eru Færeyjar nú það land sem hefur flest smit miðað við íbúafjölda, að því er fram kemur á dagur.fo.

Staðan í Færeyjum er sögð alvarleg og landlæknir Færeyja er stúrinn yfir stöðunni, að því er fram kemur í frétt KVF.

mbl.is