Stefnir í tollastríð milli Bandaríkjanna og Kanada

„Kanada var að notfæra sér okkur, eins og venjulega,“ sagði …
„Kanada var að notfæra sér okkur, eins og venjulega,“ sagði Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann muni koma á tollum á kanadískt ál að nýju. Stjórnvöld í Kanada hyggjast bregðast við með gagnráðstöfunum.

Trump tilkynnti í gær, fimmtudag, að hann hefði fyrirskipað að 10% tollur yrði settur á kanadískt ál, þar sem þessi aðalviðskiptasamherji þeirra væri að fylla Bandaríkin af málminum.

„Kanada var að notfæra sér okkur, eins og venjulega,“ sagði Trump. „Ég hef skrifað undir yfirlýsingu sem verndar bandarískan iðnað með því að koma aftur á tollum á Kanada.“

Í tilkynningu frá staðgengli forsætisráðherra Kanada, Chrystia Freeland, segir að tollarnir séu óréttmætir og óásættanlegir, og að Kanada myndi svara með sams konar aðgerðum (e. dollar-for-dollar countermeasures).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert