Yfirvöldum mótmælt í Beirút

Til átaka kom milli mótmælenda og öryggissveita.
Til átaka kom milli mótmælenda og öryggissveita. AFP

Til átaka kom milli mótmælenda og öryggissveita í Beirút í gærkvöldi. Lögregluþjónar beittu táragasi á fjölda fólks sem mótmælti yfirvöldum nærri líbanska þinginu. 

Mótmælin má reka til tveggja gríðarstórra sprenginga sem urðu í höfuðborginni á þriðjudag, en 2.750 tonn af ammóníum-nítrati, sem hafði verið geymt á ófullnægjandi hátt frá árinu 2013, olli sprengingunni. 

Margir íbúar Líbanon hafa kennt vanrækslu yfirvalda um sprengingarnar, sem ollu dauða að minnsta kosti 137 manns og særðu 5.000. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert