18 nú taldir af vegna flugslyssins

Aðkoman var hrikaleg en vélin klofnaði í tvennt.
Aðkoman var hrikaleg en vélin klofnaði í tvennt. AFP

Að minnsta kosti 18 eru nú taldir af vegna flugslyss á Indlandi sem átti sér stað í gær. Á meðal þeirra látnu eru báðir flugmenn flugvélarinnar. Slysið varð með þeim hætti að 200 farþega flugvél Air India Express rann út af flugbraut í Kerala-héraði með skelfilegum afleiðingum. Vélin klofnaði í tvennt en um var að ræða Boeing 737-flugvél sem var á leið frá Dúbaí. 

Embættismenn rannsaka flakið.
Embættismenn rannsaka flakið. AFP

Fluginu var ætlað að koma Indverjum, sem voru fastir langt frá heimilum sínum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, heim. 

Forsætisráðherrann segist sárþjáður

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, sagðist vera „sárþjáður“ vegna slyssins. 

Björgunaraðgerðum á vettvangi er nú lokið og eftirlifendur hafa verið fluttir á sjúkrahús, að sögn ráðherrans Pinarayi Vijayan. Tugir særðust, þar af 156 alvarlega, að sögn embættismanna. 

184 voru í flugvélinni, þar á meðal tíu ungbörn og sex manna áhöfn. Slysið varð klukkan 19:40 að staðartíma og hafði flugvélin áður reynt að lenda án árangurs en fyrri tilraun gekk illa vegna þungra monsún-rigninga. Stjórnvöld munu krefjast þess að rannsóknarstofa flugslysa á Indlandi muni rannsaka slysið. 

Frétt BBC

mbl.is