Þrjár konur slasaðar eftir sund með hvölum

Hnúfubakar geta orðið allt að 19 metra langir.
Hnúfubakar geta orðið allt að 19 metra langir. AFP

Þrjár konur sem sem synt hafa með hnúfubökum við Ningaloo-rifið við norðvesturströnd Ástralíu hafa slasast á innan við viku. 

Alicia Ramsey, 30 ára, var flutt með sjúkraflugi á sjúkrahús í Perth með brotin rifbein og innvortis blæðingu eftir að hafa orðið fyrir höggi frá hnúfubak sem hún synti í návígi við.

Fáeinum dögum áður slasaðist kona þegar hún varð fyrir sporði hnúfubaks á sama svæði, en konan var einnig flutt á sjúkrahús með brotin rifbein og innvortis blæðingar.

Þriðja konan, sem var í sömu skipulögðu köfunarferð og önnur konan, slasaðist einnig en þó lítillega þegar hún varð fyrir brjóstugga hnúfubaksins. 

Frétt The Guardian. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert