Þúsundir mótmæla í Beirút

AFP

Þúsundir Líbana mótmæltu ríkisstjórn landsins í dag, en reiði meðal borgara hefur farið vaxandi síðan á þriðjudag þegar að minnsta kosti 158 létust í gríðarmiklum sprengingum. 

Til átaka hefur komið á milli lögreglu og mótmælenda og hefur lögregla beitt táragasi. 

Fleiri þúsund tonn af ammóníumnítrati, sem hafði verið gert upptækt en aldrei fjarlægt, ollu sprengingunum. 

Fram kemur á BBC að traust íbúa Líbanons í garð yfirvalda hafi lengi verið lítið, en í október var stjórnvöldum mótmælt í fleiri daga vegna efnahagskreppu og fallins gjaldmiðils. 

Boðað hefur verið til mótmælagöngu í kvöld, bæði til að mótmæla yfirvöldum en sömuleiðis til að minnast þeirra sem hafa látist í kjölfar sprengingarinnar. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert