Tveir fyrir hverja þrjá

Talið er að um 16.000 manns hafi látist vegna skorts …
Talið er að um 16.000 manns hafi látist vegna skorts á heilbrigðisþjónustu á meðan útgöngubann í Bretlandi var í gildi. AFP

Talið er að um 16.000 manns hafi látist vegna skorts á heilbrigðisþjónustu á meðan útgöngubann í Bretlandi var í gildi, en alls létust um 25.000 af völdum kórónuveirunnar á sama tímabili. 

Samkvæmt frétt The Guardian benda opinberar tölur til þess að tveir hafi látist vegna skorts á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu meðan á útgöngubanni stóð fyrir hverja þrjá sem létust af völdum veirunnar. 

Um 6.000 manns, sem leituðu ekki til bráðamóttöku af ótta við veiruna meðan á útgöngubanninu stóð, létust. Þá er talið að 10.000 manns hafi látist á elliheimilum vegna skerts aðgangs að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 

Á hinn bóginn er talið að 2.500 lífum hafi verið bjargað meðan á útgöngubanni stóð, meðal annars vegna minni loftmengunar og færri smitsjúkdóma meðal barna.

Tölfræðin var unnin af heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi, en varað er við því að 26.000 þúsund íbúar Bretlands gætu látist á næstu mánuðum vegna skertrar heilbrigðisþjónustu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina