43 létust í aurskriðu

Björgunaraðilar reyna nú að ná fólki úr húsarústum.
Björgunaraðilar reyna nú að ná fólki úr húsarústum. AFP

Minnst 43 eru látnir, þeirra á meðal þrjú börn, eftir að aurskriða féll á húsþyrpingu í indverska héraðinu Kerala á laugardag. 

Fjölda er enn saknað og viðbúið er að tala látinni eigi áfram eftir að hækka. 

Fram kemur á CNN að aurskriðan hafi fallið á húsþyrpingu starfsmanna sem unnu á plantekru fyrir te-rækt. Mikill skaði varð á húsnæði í þyrpingunni og 11 voru fluttir á sjúkrahús. 

Yfir 500 björgunaraðilar reyna nú að ná fólki úr húsarústum á svæðinu, en gríðarleg rigning hefur verið á svæðinu undanfarið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert