Fjarlægði grímu og hóstaði á ungling

AFP

Kwame Kwei-Armah, list­ræn­n stjórn­andi Young Vic-leikhússins í London, sagði að kona hefði nýlega fjarlægt andlitsgrímu og hóstað á 15 ára gamlan son sinn í lest.

Kwei-Armah, sem er svartur, birti færslu á Twitter um málið. Þar segir hann að konan, sem er hvít, hafi hlaupið út úr lestinni eftir hóstakastið og kallað „þetta er það sem þið hin gerið“.“

Kwei-Armah bætti því við að hann væri mjög feginn því að kórónuveirupróf sonarins kom neikvætt til baka.

mbl.is

Bloggað um fréttina