Gassprenging í Baltimore – Einn látinn

Þrjú hús voru jöfnuð við jörðu í sprengingunni.
Þrjú hús voru jöfnuð við jörðu í sprengingunni. Skjáskot/ABC News

Að minnsta kosti einn er látinn og þrír alvarlega særðir eftir gassprenginu í heimahúsi í bandarísku borginni Baltimore. Þrjú hús voru jöfnuð við jörðu í sprengingunni.

Á annað hundrað slökkviliðsmanna eru komnir á vettvang og leita nú að fólki í rústum bygginganna en slökkvilið borgarinnar greinir frá því á Twitter að þremur hafi þegar verið bjargað úr rústunum og náðst hafi samband við einn til viðbótar.

Orsök sprengingarinnar er enn óljós, en blaðið Baltimore Sun greindi frá því í fyrra að gaslekar í borginni væru orðnir mun algengari á síðustu árum og að um tuttugu tilfelli kæmu upp á hverjum degi að meðaltali, fjölgun um 75 prósent milli áranna 2009 og 2016. 

 Fréttin hefur verið uppfærð.

 

 

 

 

mbl.is