Maður skotinn við Hvíta húsið

Starfsmaður leyniþjónustunnar fylgir Donald Trump Bandaríkjaforseta úr púlti. Blaðamannafundinum var …
Starfsmaður leyniþjónustunnar fylgir Donald Trump Bandaríkjaforseta úr púlti. Blaðamannafundinum var slitið eftir að leyniþjónustumenn fundu, og skutu, vopnaðan mann utan við húsið. AFP

Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur skotið vopnaðan mann utan við Hvíta húsið í Washington. Blaðamannafundi forsetans var slitið í snatri og forsetinn færður á skrifstofu sína. Á myndbandinu hér að neðan má sjá þegar forsetinn fær tilkynningu leyniþjónustunnar og yfirgefur púltið í miðri ræðu um góða stöðu hlutabréfamarkaða vestanhafs.

Stuttu síðar sneri forsetinn þó aftur og útskýrði fyrir blaðamönnum hvað hefði komið fyrir. „Löggæslumenn skutu einhvern, sem virðist vera sá grunaði. Og sá grunaði er á leið á spítala,“ sagði Trump.

Hann sagðist ekkert vita um manninn sem skotinn var eða hvað hann hafði í hyggju, en sagðist aðspurður telja að hann hefði verið vopnaður.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina