Táningur játar hatursglæp

Jonathan Mok birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni í lok …
Jonathan Mok birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni í lok febrúar sem sýnir afleiðingar árásarinnar. Ljósmynd/Facebook

15 ára enskur piltur játaði að hafa kýlt námsmann í Singapúr í andlitið í lok febrúar og kallað til hans í kjölfarið: „Ég vil ekki kór­ónu­veiruna þína hingað.“

Í frétt Guardian kemur fram að árásin hafi verið algjörlega tilefnislaus en fórnarlambið, Jonathan Mok, var skilinn eftir blóðugur og marinn.

Saksóknari segir það augljóst að um hatursglæp sé að ræða og ráðist hafi verið á Mok vegna þess að hann er asískur.

Pilturinn játaði brot sitt en dómur verður kveðinn upp í næsta mánuði.

mbl.is