Disney hættir með eitt þekktasta vörumerkið

Sjónvarpsþátta- og kvikmyndaunnendur kannast flestir án vafa við vörumerkið 20th …
Sjónvarpsþátta- og kvikmyndaunnendur kannast flestir án vafa við vörumerkið 20th Century Fox. AFP

Stórfyrirtækið Walt Disney hefur tekið þá ákvörðun að hætta með eitt þekktasta vörumerkið í kvikmyndaiðnaðinum, 20th Century Fox og nú heitir það 20th Century Studios. Stúdíóið á rætur að rekja til ársins 1949 og hefur verið notað til að framleiða og kynna efni alla tíð síðan. The Simpsons og M*A*S*H eru meðal efnis sem framleitt hefur verið undir vörumerkinu. 

Disney hefur verið að endurnýja, breyta og bæta við ýmis vörumerki sín undanfarið. Í janúar var nafni 20th Century Fox breytt í 20th Century Studios. Á síðasta ári gekk Disney frá kaupum á fjölmiðlinum Fox af Rupert Murdoch.

Síðan þá hefur Disney endurnefnt önnur stúdíó og þannig voru ABC Studios og ABC Signature Studios sameinuð í ABC Signature og þá verður Fox 21 vörumerkinu breytt í Touchstone Television. BBC greinir frá.

Markar nýtt upphaf

„Nýju nöfnin á stúdíóunum og vörumerkjunum marka nýtt upphaf fyrir ABC Signature, 20th Television og Touchstone Television en tekur á sama tillit til gæfusamrar sögu þeirra og sköpunarkraftsins innan Walt Disney samstæðunnar,“ sagði Craig Huneg, forseti Disney Television Studios, í yfirlýsingu.

Þrátt fyrir nafnabreytinguna og nýtt upphaf þá munu kvikmyndir og sjónvarpsþættir sem framleiddir eru af 20th Century Studios innihalda innganginn sem samanstendur af ljóskastara-kennimerki og lagbúti sem svo margir þekkja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert