Einn látinn í lestarslysinu í Skotlandi

Aðbúnaður á slysstað
Aðbúnaður á slysstað AFP

Að minnsta kosti eitt dauðsfall hefur verið staðfest í lestarslysinu við Stonehaven, sunnan Aberdeen-borgar í Skotalandi. Sá látni er talinn vera ökumaður lestarinnar.

Neyðaraðilar voru kallaðir á vettvang rétt fyrir 10 á breskum tíma, en mikill viðbúnaður var á svæðinu eins og sjá má af myndum frá slysstað.

Ekki hefur náðst að staðfesta fjölda slasaðra.

Afar slæmar aðstæður

Talið er að slysið hafi orðið vegna jarðrasks vegna úrkomu á svæðinu. Aðstæður á leið lestarinnar voru afar slæmar í morgun. Áður en fregnir bárust af slysinu varaði Network Rail Scotland við jarðröskun og flóðum við lestarteina.


 

Kort/Bing
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert