Þefaði uppi tæplega 40 milljónir króna

Alþjóðaflugvöllurinn í Frankfurt.
Alþjóðaflugvöllurinn í Frankfurt. AFP

Aki, níu ára gamall belgískur fjárhundur sem notaður er sem leitarhundur á Alþjóðaflugvellinum í Frankfurt, þefaði uppi rétt tæplega 250.000 evrur, um 40 milljónir króna, frá ferðamönnum á flugvellinum. 

Á nokkurra daga tímabili um mánaðarmót júní og júlí þefaði Aki uppi 247.280 evrur frá alls 12 farþegum. Einn farþegi hafði um 52.000 evrur, tæplega 8 og hálfa milljón króna, í beltistösku sinni á flugvellinum. 

Aki þefaði einnig uppi reiðuféð í handtöskum og jakkavösum. 

„Með skörpu nefi sínu aðstoðar Aki tollaeftirlitið í baráttunni við skattsvik, fjárþvott og alþjóðleg hryðjuverk,“ sagði Isabell Gillmann, talsmaður tollaeftirlits flugvallarins, um afrek Aki. 

Ferðamennirnir eiga allir 12 yfir höfði sér sektir, en einstaklingar sem ferðast inn eða af svæði Evrópusambandsins verða að greina frá upphæð reiðufjár sem er yfir 10.000 evrum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert