Þingkosningum mögulega frestað

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AFP

Þingkosningum, sem fyrirhugaðar eru í Nýja-Sjálandi þann 19. september, verður hugsanlega frestað í ljósi þess að ný kórónuveirusmit séu farin að greinast á ný í landinu. Þetta segir forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern. Mbl.is greindi frá því á sunnudag að hundrað dagar væru liðnir síðan smit hafði greinst þar í landi.

Eftir að smit fóru að greinast að nýju var útgöngubann sett á í Auckland, stærstu borg nýja-Sjálands, og var öllum hjúkrunarheimilum landsins gert að loka fyrir heimsóknir.

Leysa átti upp nýsjálenska þingið í dag svo ganga mætti til kosninga en ekkert hefur orðið af því enn. Í yfirlýsingu nýsjálenska þingsins er gert ráð fyrir að þinglok geti átt sér stað fyrir 13. október næstkomandi sem gæti þá frestað þingkosningum um einhverja mánuði eða vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert