„Þurfa sárlega á forystu að halda“

„Bandaríkin þurfa sárlega á forystu að halda en nú erum við með forseta sem hugsar meira um sjálfan sig heldur en fólkið sem kaus hann, segir Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata. Hún og Joe Biden hófu í gær sameiginlega kosningaherferð í gær. Vísar Harris þar til stöðu mála í Bandaríkjunum: kórónuveirufaraldurinn, kynþáttamisrétti og efnahagsástandsins. 

Biden og Harris ræddu við fréttamenn og starfsfólk menntaskóla í Delaware í gær og hét Biden því að þau myndu byggja landið upp að nýju. 

Harris lét Trump og varaforseta Bandaríkjanna, Mice Pence, heyra það og sagði þá vera búna að vera. Trump hafi ekki staðið sig í leiðtogahlutverkinu þegar kórónuveiran hóf innreið sína og ekki heldur hvað varðar efnahagslíf landsins í kjölfarið. 

Hún gerði rasisma og kerfisbundið óréttlæti að umræðuefni og segir að vegna þess hafi orðið til nýtt bandalag sem hafi mótmælt á götum úti og þetta fólk krefjist breytinga.

Biden er með forystu í flestum ríkjum Bandaríkjanna í skoðanakönnum, þar á meðal ríkjum eins og Flórída og Wisconsin, þrátt fyrir að hafa aðallega komið fram á rafrænum fundum frá heimili sínu í Wilmington, Delaware.

Að sögn Biden valdi hann Harris sem varaforsetaefni sitt þar sem hún væri reyndur og harðsnúinn þingmaður sem er reiðubúinn í þetta embætti frá degi 1.

Hann segir að saga Harris, sem barn innflytjenda og lituð kona sem hafi þurft að berjast fyrir frama, bæði innan réttarkerfisins sem og í stjórnmælum, muni hvetja þjóðina til dáða. „Saga hennar er saga Bandaríkjanna,“ segir Biden. Hún hefur lagt mikið á sig og hefur aldrei gefist upp þegar hún hefur staðið frammi fyrir áskorun segir hann.

 Á þeim sólarhring sem leið frá því að Biden kynnti Harris sem varaforsetaefni þangað til þau héldu sinn fyrsta sameiginlega kosningafund söfnuðust 26 milljónir Bandaríkjadala í kosningasjóð þeirra. Það er nýtt met hjá framboðinu segir Biden. 

Donald Trump, sem fyrir mánuði sagði að Harris væri góður kostur fyrir Biden, hélt áfram að ráðast á hana í gær líkt og daginn áður. Í gær hélt hann því fram að það hafi verið mistök hjá Biden að velja hana. Biden kom inn á þessar árásir Trumps á fundinum í Delaware í gær og spurði hvort þetta kæmi einhverjum á óvart. Að Trump ætti í erfiðleikum með að þola sterka konu. 

Stjórnmálaskýrandinn David Axelrod segir að þetta eigi ekki að koma á óvart. „Hún negldi þetta og þá. Ekki kvikindisleg. Öflug. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert