Bjargaði manni af lestarteinum á síðustu stundu (myndskeið)

Maðurinn slasaðist á fæti sem verður að teljast vel sloppið …
Maðurinn slasaðist á fæti sem verður að teljast vel sloppið miðað við aðstæður. Ljósmynd/Skjáskot

Lögreglukona í Kalíforníu í Bandaríkjunum hefur notið mikillar hylli eftir að hafa bjargað lífi manns í hjólastól sem var fastur á lestarteinum. Náði hún að draga hann úr stólnum og af lestarteinunum sekúndubrotum áður en lestin fór framhjá á fullri ferð.

Lögreglukonan sem heitir Erika Urrea var á ferðinni í Lodi í Kaliforníu þegar hún kom auga á mann í hjólastól sem virtist vera fastur á lestarteinum. Urrea sá að lest var að nálgast óðfluga og greip til aðgerða.

Hún nánast stökk út úr lögreglubílnum og hleypur í átt að manninum og tilkynnir atvikið með talstöðinni i leiðinni.

Hún spyr manninn hvort að hann geti staðið á fætur en hann svarar ekki strax. Urrea gat ekki beðið lengi eftir svari og ákveður hún því að draga manninn úr hjólastólnum og af lestarteinunum rétt í þann mund sem lestin æðir framhjá með látum.

Maðurinn slasaðist a fæti og Urrea sér það og óskar eftir aðstoð sjúkrabíl. Maðurinn, sem er 65 ára gamall, var síðan fluttur á sjúkrahús.

mbl.is