Keppast um að sleppa við sóttkví

Lest á leið frá London yfir Ermasundið kemur til Calais …
Lest á leið frá London yfir Ermasundið kemur til Calais í Frakklandi. Ljósmynd/AP

Farþegum Eurotunnel, sem ætla sér að komast yfir Ermasundið frá Frakklandi til Bretlands með lest, er ráðið frá því að mæta á lestarstöð Eurotunnel í Calais í Frakklandi án þess að eiga bókað far með lestinni. Frakkland og Holland bætast á lista breskra stjórnvalda kl 04:00 í nótt, yfir þau lönd þar sem farþegum verður gert að sæta 14 daga sóttkví við komuna til Bretlands. Fyrirtækið segist aðeins getað þjónustað þá farþega sem nú þegar eigi bókaða ferð og að uppselt sé í allar ferðir. BBC greinir frá.

„Þar sem þetta er ein stærsta ferðahelgi ársins erum við alveg fullbókuð. Við munum ekki geta bætt við neinum farþegum og ráðum því öllum ferðalöngum sem ætluðu að kaupa miða við lestarhliðið að halda sig heima.“ Þetta segir John Keefe, upplýsingafulltrúi GetLink, umsjónaraðila Ermasundsganganna, í samtali við BBC.

Farþegar sem vilja breyta bókun sinni verða að gera það á netinu áður en komið er til lestarstöðvarinnar. Þetta sé gerst til að forðast langar raðir.

Frétt BBC um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert