Tvöfalt fleiri smit - útgöngubann lengt um 12 daga

Jac­inda Ardern, for­sæt­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands, hefur tilkynnt að útgöngubann, sem sett var á eftir að hópsýking kom upp þar í landi eftir 102 smitlausa daga, verði lengt um 12 daga. Greint var frá 14 nýjum smitum í gær en þau eru nú orðin tvöfalt fleiri. BBC greinir frá.

Auckland, fjölmennasta borg landsins, hefur verið sett í sóttkví og þar er næst hæsta neyðarstig í gildi, 3. stig. Aðrar borgir og aðrir landshlutar eru á 2. stigi. Það er til skoðunar að fresta þingkosningum þar í landi.

Enn er verið að rekja uppruna hópsýkingarinnar í Auckland og er meðal annars verið að rannsaka hvort að veran hafi borist inn í landið með frosnum matvörum.

Ljóst er þó að uppruna allra 29 virkra smita má rekja hópsýkingar sem talið var að fyrst hefði komið upp hjá fjögurra manna fjölskyldu, en fjölskyldufaðirinn starfar í kæligeymslu fyrir innfluttar vörur. Nú hefur komið í ljós að starfsmaður verslunar smitaðist fyrstur þann 31. júlí.

„Hvað smitrakningu varðar þá erum við að reyna komast að því hvaðan veiran kemur, við vitum ekki um neinar beinar tengingar enn sem komið er,“ sagði Ardern og tók fram að líkur væru á því að smitum myndi fjölga enn frekar áður þeim myndi síðan fækka að nýju.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, ræðir við fjölmiðla eftir að fyrstu …
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, ræðir við fjölmiðla eftir að fyrstu smitin í 102 daga greindust. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert