Sakfelldur fyrir morðið á Hariri

Frá Beirút þann 14. febrúar árið 2005. Þá sprakk sprengja …
Frá Beirút þann 14. febrúar árið 2005. Þá sprakk sprengja í bifreið sem varð Harir og tveimur tugum til viðbótar að bana og særði yfir 200 manns. AFP

Sérstakur dómstóll á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur sakfellt einn af fjórum mönnum sem var ákærður fyrir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, árið 2005. 

Réttað hefur verið í máli mannanna að þeim fjarstöddum frá árinu 2014. Þeir tengjast allir Hizbollah-samtökunum. Dómur var kveðinn upp yfir Salim Ayyash, að því er fram kemur á vef BBC. Á sama tíma ríkir gríðarlega mikil pólitísk krísa í heimalandinu, en dómstóllinn er með aðsetur í Haag í Hollandi. 

Frá dómsuppkvaðningunni í Hollandi í dag.
Frá dómsuppkvaðningunni í Hollandi í dag. AFP

Gríðarleg reiði braust út í Líbanon eftir morðið á Hariri fyrir 15 árum. 

Ayyash var fundinn sekur um hryðjuverkasamsæri og morðið á Hariri. Einnig að hafa orðið 21 að bana og sært 226 í sjálfsvígssprengjuárás í bifreið þann 14. febrúar árið 2005.

Fjórmenningarnir sem voru ákærðir í málinu. Ayyash er til hægri …
Fjórmenningarnir sem voru ákærðir í málinu. Ayyash er til hægri í neðri röðinni. AFP

Dómstóllinn segir að engar sannanir séu fyrir því að leiðtogar Hizbollah eða Sýrland, sem hefur stutt við bakið á samtökunum, tengist árásinni. 

mbl.is